Skýrsla formanns

Árið 2018 var viðburðarríkt hjá Aftureldingu og mun ég hér að neðan rekja helstu verkefni félagsins á starfsárinu. Fyrsta verkefni aðalstjórnar var að halda opinn fund fyrir frambjóðendur til sveitastjórnarkosninga – þar var aðaláhersla okkar á aðstöðumál en þessi stjórn setti þá málefni á oddinn. Fundurinn gekk vel og hefur margt áunnist í kjölfar hans.

Stjórnin setti sér starfsáætlun strax á fyrsta fundi og hefur fylgt henni út tímabilið, fundir hafa verið reglulegir sem og formanna- og deildarfundir. Nýr fjögurra ára samningur var undirritaður við Mosfellsbæ sem við erum mjög sátt við.

LESA MEIRA

Félagsmenn Aftureldingar

0
FÉLAGAR
0,7%
KONUR
0,3%
KARLAR
wdt_ID Deild Fjöldinn Fjöldi Hlutfall KK KVK KK hlutfall KVK hlutfall
1 Knattspyrnudeild 569 569 35,5 429 140 75,4 24,6
2 Fimleikadeild 308 308 19,2 60 248 19,5 80,5
3 Handknattleiksdeild 255 255 15,9 168 87 65,9 34,1
4 Blakdeild 132 132 8,2 45 87 34,1 65,9
5 Taekwondodeild 71 71 4,4 47 24 66,2 33,8
6 Körfuknattleiksdeild 65 65 4,1 57 8 87,7 12,3
7 Karatedeild 57 57 3,6 45 12 78,9 21,1
8 Frjálsíþróttadeild 50 50 3,1 11 39 22,0 78,0
9 Badmintondeild 50 50 3,1 24 26 48,0 52,0
10 Sunddeild 33 33 2,1 18 15 54,5 45,5

Skýrsla framkvæmdarstjóra

Það er óhætt að segja að árið 2018 hafi verið framfara ár hjá Ungmennafélaginu Aftureldingu. Félagið stækkar hratt í ört stækkandi bæjarfélagi. Við sem störfum hjá félaginu finnum að félagið er á uppleið og það er ákaflega ánægjulegt að finna kraftinn sem býr í iðkendum, þjálfurum og ekki síst sjálfboðaliðunum sem drífa starfið áfram.

Mannauður
Breytingar urðu á skrifstofu félagsins á vormánuðum þegar Vilborg Jónsdóttir, sem verið hafði bókari félagsins í hartnær 10 ár, ákvað að breyta til og hverfa til annarra starfa. Óhætt er að segja að missir hafi verið af Vilborgu sem hafði þjónað félaginu afar vel af samviskusemi og aðlúð í fjölda ára. Vilborg var sæmd silfurmerki félagsins í apríl 2018.

LESA MEIRA

Skýrsla íþróttafulltrúa

2018 var viðburðarríkt hjá Aftureldingu. Árinu lauk á kjöri íþróttafólks Aftureldingar, en þau Andri Freyr Jónason, knattspyrnumaður og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir úr taekwondodeild hlutu þann heiður. Þau voru einnig kjörin íþróttafólk Mosfellsbæjar og annað árið í röð var María Guðrún kjörin taekwondokona Íslands.

Starfið vex og dafnar með bæjarfélaginu, en fjölgun á milli ára nam 10,55%. Barna- og unglingastarf knattspyrnudeildarinnar er fjölmennasta deildin, má þar þakka velgengni landsliðsins og ekki síður okkar eigin meistaraflokkum.

LESA MEIRA

Ársreikningur aðalstjórnar