Skýrsla íþróttafulltrúa

2018 var viðburðarríkt hjá Aftureldingu. Árinu lauk á kjöri íþróttafólks Aftureldingar, en þau Andri Freyr Jónason, knattspyrnumaður og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir úr taekwondodeild hlutu þann heiður. Þau voru einni kjörin íþróttafólk Mosfellsbæjar og annað árið í röð var María Guðrún kjörin taekwondokona Íslands.

Starfið vex og dafnar með bæjarfélaginu, en fjölgun á milli ára nam 10,55%. Barna- og unglingastarf knattspyrnudeildarinnar er fjölmennasta deildin, má þar þakka velgengni landsliðsins og ekki síður okkar eigin meistaraflokkum. Árið 2019 spila bæði lið kvenna og karla í Inkasso deildinni. Stelpurnar í handboltanum risu upp á afturfótunum og kláruðu efstar í sinni deild, sem gefur þeim sæti á meðal þeirra bestu á næsta tímabili.

Við eignuðustum Íslands-, deildar- og bikarmeistara í nokkrum greinum. Þá má meðal annara nefna taekwondo deildina sem hampaði Íslands- og bikarmeistaratilinum að loknu tímabili, í fyrsta sinn í sögu félagins. Eins og áður var nefnt unnu stelpurnar í handboltanum sína deild og það gerði einnig meistaraflokkur karla í knattspyrnu.

Fjölbreytt íþróttastarf

Innan Aftureldingar eru starfrækar 11 deildir og innan þeirra allra eru frábærir hlutir að gerast, erfitt er að telja upp öll afrek ársins í stuttum pistil. En svo fátt eitt sé nefnt þá vex körfuknattleiksdeildin hratt um þessar mundir. Afturelding sendi kvennalið til keppni á Íslandsmót stúlkna árið 2018. Sunddeildin hefur stofnað sundskóla fyrir yngstu bæjarbúana og er að setja í gang skriðsundsnámskeið. Hjóladeildin kemur sterk inn með Fellahringin og aðra skemmtun

Félagið hefur eignast mikið af landsliðsfólki og eiga nú sex deildir innan okkar félags landsliðsfólk bæði í yngri landsliðum og A-landsliðum.

Samfélagsverkefni mikilvæg

Félagið tók þátt í tveimur mikilvægum samfélagsverkefnum á árinu. Iðkendur Aftureldingar fengu gefins kærleiksarmbönd frá minnngarsjóð Einars Darra #égábaraeittlíf. Armböndin eru liður í þjóðarátaki sjóðsins sem einblínir á að opna umræðu, auka þekkingu og sporna við misnotkun lyfja hér á landi. Einnig fékk Afturelding Kraft í heimsókn í tengslum við bæjarhátína ‘Í túninu heima’ þar sem iðekndur og forráðamenn perluðu armband af krafti. Krafst armböndin eru til sölu á heimasíðu þeirra til styrktar félaginu.

Afturelding og Bæjarblaðið Mosfellingur notuðu árið 2018 til þess að bæta samstarf sitt. Með því samstarfi er okkar markmið að vera sýnilegri í bæjarfélaginu, bæjarblaðinu og öllum hátíðum sem bærinn stendur fyrir. Árið 2018 var mjög farsælt fyrir Aftureldingu á mörgum sviðum og leggur grunn að góðu starfi á næsta starfsári.

Hanna Björk Halldórsdóttir,
Íþróttafulltrúi Aftureldingar