Skýrsla stjórnar

Aðalfundur badmintondeildar Aftureldingar var haldinn fimmtudaginn 8. mars 2018. Brynja Georgsdóttir formaður steig til hliðar og lauk sínum störfum fyrir deildina. Ný stjórn skipti með sér verkum og var hún eftirfarandi: Haukur Örn Harðarson formaður, Jóna Einarsdóttir gjaldkeri, Þorvaldur Einarsson og Egill Þór Magnússon meðstjórnendur.

Þjálfarar deildarinnar voru Einar Óskarsson (á vorönn) og Árni Magnússon. Á haustönn komu Kjartan Pálsson og Vigdís Ásgeirsdóttir að æfingum ásamt Árna.

Æfingar og iðkendur

Á vorönn 2018 voru skráðir iðkendur 43, 12 í 6-8 ára hópnum, 16 í 9-11 ára , 7 í unglingahóp og 8 aðilar í keppnishóp

Á haustönn voru 50  iðkendur skráðir, 9 í 6-8 ára hópnum, 11  í 9-11 ára, 17 í unglingahóp og   13 í keppnishóp.

Yngstu iðkendur deildarinnar hafa mætt á tvær æfingar á viku en eldri iðkendur hafa mætt á þrjár æfingar á viku.

Starfsemin

Iðkendur deildarinnar hafa mætt á öll B-mót sem haldin hafa verið. Þeir iðkendur sem hafa náð því getustigi að spila á A-mótum hafa einnig mætt á þau.  Keppnishópurinn sem samanstendur af Trimmurum, hafa sótt flest þau fullorðinsmót sem í boði hafa verið og gengið vel.

Vorönnin hófst í fyrstu viku janúar.  Hápunktur vorannar er yfirleitt Íslandsmótið sem haldið er í byrjun mars en þar átti deildin verðuga fulltrúa sem stóðu sig með stakri prýði. Hefð er fyrir því að vorönn ljúki með foreldraæfingu og pizzuveislu og mætti talsverður fjöldi iðkenda og fjölskyldumeðlima á þá æfingu.

Haustönnin hófst í byrjun september og var starfið með hefðbundum hætti. Í lok nóvember var Unglingamót Aftureldingar haldið, þar sem mættu yfir 100 keppendur til leiks. Spilað var bæði laugardag og sunnudag. Foreldrar sáu um sjoppurekstur og iðkendur og foreldrar voru duglegir að telja leiki. Annað árið í röð var mótið einliðaleiksmót og keppt í A og B flokki.  Haustönninni lauk síðan með jólaæfingu, sú hefð hefur skapast að krakkarnir bjóða foreldrum og systkinum að koma og spila í lokin er síðan pizzuveisla áður en haldið er í jólafrí.

Fjáraflanir

Deildin tók ekki ekki þátt í neinum fjáröflunum á starfsárinu.

Nánari upplýsingar um deildina

Heimasíða Badmintondeildar Aftureldingar
Facebooksíða Badmintondeildar Aftureldingar