Skýrsla stjórnar – Fimleikadeild

Allir meðlimir þeirrar stjórnar sem skipuð var haustið 2017 gáfu kost á sér til áframhaldandi setu fyrir utan Ásdísi A. Arnalds, en í hennar stað kom Þórhildur Katrín Stefánsdóttir inn í stjórnina. Í stjórn sitja Erla Edvardsdóttir, formaður, Eygerður Helgadóttir, varaformaður, Guðbjörg Snorradóttir, gjaldkeri, Berglind J. Richardsdóttir, ritari og Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, meðstjórnandi.

12 þjálfarar starfa hjá deildinni, auk yfirþjálfara og fastráðins þjálfara. Aðstoðarþjálfarar eru 16 talsins. Áhersla hefur verið lögð á að bæta hæfni og menntun þjálfara. Þjálfarar hafa sótt námskeið á vegum FSÍ á hverju ári og bætt þar við þjálfaramenntun sína. Þetta eru almenn námskeið á þeirra vegum, móttökunámskeið, dómaranámskeið o.fl. Að auki hefur deildin sent þjálfara á þjálfaranámskeið í Ollerup, DK.

LESA MEIRA

Félagsmenn Fimleikadeildar

0
FÉLAGAR
0,6%
KONUR
0,4%
KARLAR

Stjórn Fimleikadeildar
2018-2019

LESA MEIRA

Ársreikningur
Fimleikadeildar