Skýrsla stjórnar

Starfsár frjálsíþróttadeildarinnar 2018-2019 var ágætis ár. Samstarfi Aftureldingar við Fjölni heldur áfram með litlum breytingum.

Fjöldi iðkenda (35-45):

10 ára og yngri 16
11 ára – 14ára 11
15 ára og eldri (meistaraflokkur) 8
Alls: 35

 

Arna Rut Arnarsdóttir hlaut Gunnillubikarinn 2018.

Íþróttafólkið okkar tók þátt í mörgum verkefnum. Til að tipla á því helsta þá keppti Guðmundur Ágúst á boðsmóti FRÍ á RIG 2019, en hann hljóp 60metra innanhús á 7,12 sekúndum nýverið. Stelpur komu einnig sterkar inn í ár, þar má nefna t.d. Ísabella Rink, Arna Rut Arnarsdóttir, Kartín Zala og Rut Ægis, Linda Amina Shamsudin, þær hafa t.d. staðið sig vel og mikið fleiri.

Guðmundur Auðunn Teitsson hefur verið að bæta sig jafnt og þétt. Hann keppir í mörgum greinum eins og 200m hlaupi og 400m hlaupi, Langstökk og þrístökk og kúluvarpi.

Gunnillubikarinn er veittur stigahæstu konu í frjálsum íþróttum hjá félaginu. Fyrir keppnisárið 2018 hlaut Arna Rut Arnarsdóttir þann heiður.

Mótshald og hlaup

Eins og árið 2017 þá gat núverandi stjórn ekki gefið sér tíma til að halda Gogga Galvaska 2018. Hluta til vegna vanáætlunar á vinnu og hluta til vegna aðstöðuleysis, og þörf fyrir endurnýjun á áhöldum. Til dæmis þá vantar okkur enn spjót sem skemmdust í innbroti inn í geymslugám deildarinnar. Spjótin höfum við ekki enn fengið bætt.

Deildinn hélt Skólahlaup UMSK 2018, 5. október. Hlaupið er fyrir krakka í 4-7 bekk, fengum við góðar undirtektir frá skólunum í Mosfellsbæ. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú fyrstu sætin í öllum flokkum bæði hjá strákum og stelpum. Alls hlupu um 400 krakkar.

Hægt er að sjá úrslit hér : http://umsk.is/skolahlaup-umsk-haldid-i-gaer-og-i-dag

Álafosshlaupið var haldið 12. júní með 109 hlaupurum og þreyttu þeir 9 km hlaup í yndislegu veðri.

Hlauparar í Álafosshlaupi

Ár Fjöldi hlaupara Tekjur
2018 109 127.350
2017 111 152.979
2016 51 62.000

 

Við sjáum einhver sóknarfæri með Álafosshlaupið, það er hægt að lengja það um 1km þeas upp í 10 km. Fá hlaupið mælt og hafa flögu í hlaupinu og verða þess vegna fleiri hlaupaverðir. Þetta einfaldar alla tímatöku og úrvinnslu á hlaupinu. Einnig hefur stjórnin verið að skoða hlaupaseríu en það krefst miklu meiri vinnu og fleiri sjálfboðaliða.

Iðkendur okkar kepptu allt sumarið með fínum árangri, þau elstu æfðu með Fjölni á Varmárvelli og kepptu stundum undir sameinuðu merki beggja félaga sem ber heitið ,,FjölElding“.

Bærinn hefur byrjað loksins að viðhalda varmárvelli og er það rétt til að halda í horfinu. En við erum glöð með það. Hlaupabrautin var hreinsuð og merkt og er allt annað að sjá hana. Þegar völlurinn var hreinsaður kom í ljós hversu illa farinn hann er. Völlurinn telst ekki hæfur til að halda íslandsmót en við mættum halda mót eins og Gogga galvaska.

Eitt sem þurfum að passa er að leyfa ekki Aðalstjórn Aftureldingar og bænum að breyta vellinum í enn eitt fótboltahús eða sparkvöll, en í umræðu hefur verið að setja gervigras á völlinn og missum við aðstöðu m.a. til spjótkast iðkunar. Það er svo mikilvægt að einstaklingar fái að hafa val á íþróttum, það þrífast ekki allir í fótbolta, handbolta og blaki.

Sumarnámskeið

Síðustu tvö til þrjú ár hefur okkur ekki tekist að fjölga í klúbbnum eins og við vildum, heldur náði klúbburinn rétt svo að halda í horfinu. Höfum misst nokkra af elstu iðkendum okkar í aðra klúbba(FH, ÍR) í gegnum árinn. svo hafa iðkendur farið í háskóla erlendis á frjálsíþróttastyrk(einn íþróttamaður 2018 og einn 2019).

Sumarnámskeiðin okkar áttu að vekja meira áhuga á að skrá sig eftir sumarið. En ég held að sumarið eða veðrið hafi sett dálítið strik í reikningin þar. Fyrst hét námskeiðið Usain Bolt Sprett- og Leikjanámskeið, og svo hét það árið 2018, Usain Bolt Frjálsíþróttanámskeið.

Íþróttafólk deildarinnar

Gunnhildur Gígja Ingvadóttir Frjálsíþróttakona Aftureldingar. Guðmundur Ágúst Guðmundsson Frjálsíþróttamaður Aftureldingar

Breytingar í stjórn

Núverandi formaður Ingvi Jón Gunnarsson lætur af störfum og óskar eftir framboði. Stefán Magnússon fer einnig úr stjórn.

Áfram í stjórn:
Bergþóra Guðrún Þorsteinsdóttir (gjaldkeri)
Teitur Ingi Valmundsson (meðstjórnandi)
Unnur Sigurrún Kristleifsdóttir (yfir-gjaldkeri)
Næsti Formaður til kosningar: Unnur S. K.
Meðstjórnendur: Gunnhildur Kristinsdóttir