Ávarp formanns

Starfsárið hjá handknattleiksdeild Aftureldingar hefur verið farsælt og hefur umgjörðin í kringum starfið vaxið mikið á tímabilinu. Deild stjórnarinnar skipa þau Hannes Sigurðsson formaður, Bjarki Sigurðsson varaformaður, Ólafur Hilmarsson ritari og Anna Reynis meðstjórnandi. Auk þeirra sitja í stjórn deildarinnar þau Haukur Sörli Sigurvinsson fyrir hönd meistaraflokksráð karla, Erla Dögg Ragnarsdóttir fyrir hönd meistaraflokkráðs kvenna og Bernharð Eðvarðsson fyrir hönd barna- og unglingaráðs.

Á starfsárinu hefur verið unnið í að móta skipulag og verkskiptingu innan stjórnar auk þess sem undirbúningsvinna fyrir stefnumótun deildarinnar er hafin. Vonir eru bundnar við að hægt verði að hefja stefnumótunarvinnu innan tíðar. Einnig hefur verið unnið í að styrkja stjórnir og starf meistaraflokkanna og styrkja rekstur ráðanna.

LESA MEIRA

Félagsmenn Handboltadeildar

0
FÉLAGAR
0,1%
KONUR
0,9%
KARLAR

Skýrsla yfirþjálfara

Yngri flokkarnir í handboltanum hjá Aftureldingu eru í miklum blóma þessi misserin. Mikil aukning er í fjöldi iðkenda sem æfa hjá afar færum þjálfurum deildarinnar. Öflugt unglingaráð er svo við stjórnvölin sem gerir það að verkum að starfið er afar öflugt.

Eins og fyrr segir eru mjög færir og reynslumiklir þjálfarar hjá félaginu. Nægir þar að nefna Sigrúnu Másdóttur, Bjarka Sigurðsson, Þorkel Guðbrandsson og Ingimund Helgason auk þess sem við fengum til liðs við okkur íþróttakennarana Ólaf Snorra Rafnsson og Bergvin Gísla Guðnason í þjálfun yngstu flokkana sem hefur skilað frábærum árangri og endurspeglast í gríðarlegri fjölgun í þessum flokkum. Auk þessara þjálfara erum við með unga og efnilega þjálfara sem eru og munu gera góða hluti í framtíðinni.

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla meistaraflokks kvenna

Meistaraflokkur kvenna hefur verið í mikilli uppbyggingu í vetur og er skemmst frá því að segja að árangurinn hefur verið frábær. Eftir tímabilið 2017-2018 sat liðið í neðsta sæti 1. deildar með aðeins 7 stig, en í dag er það efst með 29 stig þegar þrír leikir eru eftir í deildinni. Í bikarkeppninni sló olísdeildarlið KA/Þórs okkar stelpur naumlega út í 16-liða úrslitum, eftir æsispennandi leik þar sem munurinn var aðeins eitt mark að lokum.

Þjálfarateymið er skipað þeim Haraldi Þorvarðarsyni og Árna Braga Eyjólfssyni aðstoðarþjálfara. Auk þeirra hefur Pálmar Pétursson komið að þjálfun markvarða og Margrét verið sjúkraþjálfari liðsins.

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla meistaraflokks karla

Tímabilið 2017 – 2018 telfdi Afturelding fram sterku liði í Olísdeild karla líkt og síðustu ár. Þjálfarateymi Aftureldingar var skipað þeim Einari Andra Einarssyni þjálfara, Daða Hafþórssyni aðstoðarþjálfara, Pálmari Péturssyni markmannsþjálfara og Rúnu Björg styrktarþjálfara.

Þeir Lárus Helgi Ólafsson, Kolbeinn Aron Ingibjargarson, Þorgrímur Smári Ólafsson og Einar Ingi Hrafnsson gengu til liðs við Aftureldingu. Frá félaginu fóru þeir Davíð Svansson, Þrándur Gíslason, Kristófer Fannar Guðmundsson, Guðni Már Kristinsson og Jóhann Jóhannsson. Gengið á tímabilinu var misjafnt. Eftir erfiða byrjun náði liðið ágætist gengi og endaði í 5. sæti deildarinnar en datt út í úrslitakeppninni gegn FH.

SKOÐA SKÝRSLU

Skýrsla barna- og unglingaráðs

Handboltaveturinn 2018-2019 hefur einkennst af öflugu starfi, framförum iðkenda og sætum sigrum í yngri flokkum Aftureldingar. Barna- og unglingaráð (BUR) lagði strax áhersla á það í undirbúningi fyrir veturinn að ráða inn reynslumikla þjálfara en um leið að gefa nýjum og efnilegum þjálfurum tækifæri á að sýna sig og sanna undir handleiðslu Einars Andra Einarssonar yfirþjálfara yngri flokka.

Eitt af markmiðunum sem BUR setti sér var að fá inn íþróttafræðinga til að stýra yngstu iðkendunum í 8. flokki karla og 7-8. flokki kvenna. Íþróttafræðingarnir Ólafur Snorri Rafnsson og Bergvin Gísli Guðnason voru ráðnir til starfa en báðir starfa þeir sem íþróttakennarar við grunnskóla. Sú ákvörðun hefur átt þátt sinn í töluverðri fjölgun iðkenda í fyrrnefndum flokkum.

SKOÐA SKÝRSLU