Skýrsla meistaraflokks karla

Tímabilið 2017 – 2018 telfdi Afturelding fram sterku liði í Olísdeild karla líkt og síðustu ár. Þjálfarateymi Aftureldingar var skipað þeim Einari Andra Einarssyni þjálfara, Daða Hafþórssyni aðstoðarþjálfara, Pálmari Péturssyni markmannsþjálfara og Rúnu Björg styrktarþjálfara.

Þeir Lárus Helgi Ólafsson, Kolbeinn Aron Ingibjargarson, Þorgrímur Smári Ólafsson og Einar Ingi Hrafnsson gengu til liðs við Aftureldingu. Frá félaginu fóru þeir Davíð Svansson, Þrándur Gíslason, Kristófer Fannar Guðmundsson, Guðni Már Kristinsson og Jóhann Jóhannsson. Gengið á tímabilinu var misjafnt. Eftir erfiða byrjun náði liðið ágætist gengi og endaði í 5. sæti deildarinnar en datt út í úrslitakeppninni gegn FH.

Breytingar á leikmannahópi og starfsliði

Fyrir keppnistímabilið 2018 – 2019 voru einnig talsverðar breytingar á liðið Aftureldingar. Daði Hafþórsson og Rúna Björg hættu störfum hjá Aftureldingu eftir 4 ára starf. Er þeim þakkað frábær störf fyrir félagið. Í stað þeirra var Ásgeir Jónsson ráðinn sem aðstoðarþjálfari auk þess sem Guðjón Örn var ráðinn sem styrktarþjálfari. Pálmar Pétursson er svo spilandi markmannsþjálfari.

Einnig voru töluverðar breytingar á leikmannahópi. Pétur Júníusson þurfti að leggja skóna á hilluna eftir erfið meiðsli. Mikk Pinnonen fór til Ítalíu. Ernir Hrafn lagði skóna á hilluna. Sturla Magnússon og Finnur Ingi Stefánsson gengu til liðs við UMFA eftir að Pétur þurfti að hætta og Finnur kom inn þegar Gestur Ólafur Ingvarsson sleit krossband á undirbúningstímabili. Auk þeirra komu Arnór Freyr Stefánsson, Tumi Steinn Rúnarsson og Emils Kurzminesk. Liðinu hefur gengið ágætlega á tímabilinu og er sem stendur í 5. sæti deildarinnar.

Haukur Sörli Sigurvinsson,
formaður meistaraflokksráðs karla

Einar Scheving varð fimmtugur á árinu en hann hefur verið meistaraflokki karla ómetanlegur stuðningur í aldarfjórðung.