Skýrsla stjórnar – Sunddeild

Árið 2018 var viðburðarríkt hjá sunddeildinni og hefur töluvert verið um breytingar á stjórn hennar. Eftir mikið rót, þar sem tvísýnt var um að hægt væri að halda úti afrekshópi, gaf enginn meðlimur fyrrverandi stjórnar kost á sér til áframhaldandi setu, á neyðaraðalfundi sem haldin var í maí 2018. Ný stjórn var kjörin; formaður, gjaldkeri og ritari, auk tveggja meðstjórnanda.

Undanfarin ár hefur dregið talsvert úr fjölda iðkenda og deildin þurft að sækja lán frá félaginu til að hægt sé að halda úti starfinu. Stærsta verkefni núverandi stjórnar árið 2018 var því að snúa þessu við, fjölga iðkendum og koma deildinni á réttan kjöl. Segja má að þetta markmið hafi náðst, þegar deildin stóð undir sér í mars 2019. Þó á enn eftir að endurgreiða félaginu lánið, en grundvöllur fyrir því er nú til staðar.

LESA MEIRA

Félagsmenn Sunddeildar

0
FÉLAGAR
0,5%
KONUR
0,5%
KARLAR

Stjórn Sunddeildar
2018-2019

LESA MEIRA

Ársreikningur
Sunddeildar