Skýrsla stjórnar

Þjálfaramál

Yfirþjálfari taekwondodeildar er Arnar Bragason. Aðrir þjálfarar eru Ágúst Örn Guðmundsson, Haukur Skúlason, María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Níels Salómon Ágústsson og Steinunn Selma Jónsdóttir.

Aðstoðaþjálfarar: Iðunn Anna Eyjólfsdóttir, Ásthildur Emma Ingileifardóttir, Wiktor Sobczynski og Regína Bergmann Guðmundsdóttir. Vigdís Helga Eyjólfsdóttir hefur verið afleysingarþjálfari.

Skipulag

Hver æfingahópur var með þjálfara og einn aðstoðarþjálfara á hverri æfingu. Þess má einnig geta að þjálfarar deildarinnar eru líka að þjálfa hjá Taekwondodeild ÍR og Fram, og er mikið samstarf milli deildanna.

Hópaskiptingar

Krílatími 3-6 ára
Byrjendur 11 ára og yngri
Framhald 11 ára og yngri
Byrjendur 12 ára og eldri
Framhald 12 ára og eldri
Keppnishópur sparring
Keppnishópur poomsae
Foreldratímar
Freestyle hærri belti

Viðburðir

Afturelding sendi sjö keppendur á Norðurlandamótið sem haldið var í Finnlandi í janúar. Þau stóðu sig vel og fengu eitt gull, tvö silfur og fjögur brons.

Vorið 2018 fór fríður hópur frá Teakwondodeild Aftureldingar til Manchester og keppti þar á England Open með gríðalega góðum árangri og uppskáru 15 gull, 12 silfur og 2 brons.

Drekaævintýrið (sumarnámsekið fyrir börn) var haldið að vanda sumarið 2018 – þátttaka var góð og gekk námskeiði mjög vel.

Arnar Bragason yfirþjálfari tók þátt í US open og vann þar gull.

Þrír keppendur frá Aftureldingu, þær María Guðrún, Ásthildur Emma og Vigdís, tóku þátt í Heimsmeistaramótinu í formum og stóðu þær sig vel.

Iðkendur frá deildinni tóku þátt í öllum mótum sem haldin eru yfir árið með gríðarlega góðum árangri og þess má geta að Afturelding náði sínum besta árangri frá upphafi þegar deildin varð Íslandsmeistari í bardaga og bikarmeistarar 2018.

María Guðrún Sveinbjörnsdóttir er íþróttakona Aftureldingar og Mosfellsbæjar árið 2018.

Eftirtalin mót eru haldin árlega:

Bikarmót II febrúar 2018
Íslandsmeistaramót bardaga mars 2018
Bikarmót III apríl 2018
Íslandsmeistarmót formi október 2018
Bikarmót I nóvember 2018

Að lokum

Stjórn deildarinnar vill nota tækifærið og þakka öllum sjálfboðaliðunum og foreldrum iðkenda fyrir gríðarlega vel unnin störf. En deildin býr svo vel að hafa gríðarlega gott bakland sem alltaf er tilbúið að hjálpa til.

Að lokum er sá viðburður sem stendur uppúr á síðasta starfsári er þegar María Guðrún Sveinbjörnsdóttir þjálfari deildarinar var valin íþróttakona Aftureldingar og Mosfellsbæjar. Þá var hún einnig valin Taekwondo kona ársins annað árið í röð.